Ég hef málað eins lengi og ég man eftir mér

Segja má að ég sé sjáfmenntaður og hafi lært að mestu af tilraunum og mistökum en kannski blunda smá listamanshæfileikar í mér líka.
Ég hef haldið margar sýningar hér á landi og hef sýnt olíumálverk, vatnslitamyndir og scraperboard, sem stundum er kallað rispspjaldamyndir.

Dálæti mitt á dýrum, sérstaklega gæludýrum, hefur oft fengið mig til þess að gera myndir.
Ég hef líka yndi af því að mála gamla hluti með flagnandi málningu eða ryðblettum sem mér finnst fallegir – svo lengi sem þeir eru ekki á bílnum mínum. Og svo er ég sérstaklega hrifinn af sjávarsíðunni og hef málað margar myndir af fallegum hlutum þaðan. Svo er auðvitað ekki hægt að sleppa því að tala um íslenska náttúru sem er sérstaklega spennandi að mála og þar er nú aldrei vöntun á myndefni.

Ef efni síðunnar höfðar til þín og þú hefur áhuga á að panta mynd, hvort sem það er scraperboard, vatnslitamynd eða olíumálverk, er þér velkomið að koma í heimsókn eða hafa samband við mig.

Raymond Rafn Cartwright